Vesturland
Manage episode 435095906 series 2730407
Sisällön tarjoaa RÚV. RÚV tai sen podcast-alustan kumppani lataa ja toimittaa kaiken podcast-sisällön, mukaan lukien jaksot, grafiikat ja podcast-kuvaukset. Jos uskot jonkun käyttävän tekijänoikeudella suojattua teostasi ilman lupaasi, voit seurata tässä https://fi.player.fm/legal kuvattua prosessia.
Í þessum þætti ferðumst við um Vesturland, frá Dölunum og alveg niður í Hvalfjörð. Sérfræðingur þáttarins, Jón Dagur, kemur frá Stykkishólmi en það er einmitt þar sem hægt er að taka ferju og sigla um Breiðafjörðinn til að reyna að telja allar eyjarnar þar. Hvað ætli þær séu margar? Þjóðsaga þáttarins gerist í Hvalfirði, en það er sko ástæða fyrir því að Hvalfjörður heitir það. Rauðhöfði, álagahvalurinn sem við kynntumst í þættinum um Reykjanesskagann, háði nefnilega sitt dauðastríð í Hvalfirði og sagan fjallar um það. Hlustið vel á þáttinn ef þið viljið vinna spurningakeppnina í lokin, og jafnvel plata mömmu og pabba til að stoppa á næstu bensínstöð og kaupa ís í verðlaun!
…
continue reading
14 jaksoa