Ráfað um rófið 3 - Frida Adriana og einhverfa í kvikmyndum
Manage episode 320221487 series 3279515
Í þriðja ráfinu um einhverfurófið leiðir Frida Adriana, listamaður á litrófi, þær Evu Ágústu og Guðlaugu Svölu um hinar ýmsu kvikmyndir og birtingarmyndir einhverfu á hvíta tjaldinu. Hún lýsir því hvernig hún speglar sig í þeim og segir okkur frá því hvernig kvikmyndir leiddu hana á spor einhverfugreiningarinnar. Einnig kemur við sögu að hlusta með fótunum eins og fílar, dansa af stressi eins og lundi og hugsa eins og kú eða hestur - já og að tala sitt eigið heimatilbúna tungumál. Stuttmynd um fíl að nafni "Kjarni málsins" sem reynir að kveðja gamlar fílaminningar og finna nýja vini er á teikniborði Fridu og verður spennandi að fylgjast með henni.
28 jaksoa