Gestur úr öllum kimum þjóðfélagsins deila sögu sinni með hlustendum. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir
…
continue reading
Gulla Bjarnadóttir átti óvenjulega æsku. Fyrsta árið var hún vistuð á barnaheimili þar sem foreldar hennar deildu um forræði yfir henni. Móðir hennar var andlega veik og faðir hennar glímdi við alkhólisma en hann fékk á endanum forræðið yfir henni. Hann hvarf oft í nokkra daga þegar hann datt í það en móðir hennar brýndi fyrir henni að láta engan v…
…
continue reading
Fjölmiðlakonan Nadine Guðrún Yaghi er hálf íslensk og hálf líbönsk. Foreldrar hennar skildu þegar hún var fimm ára og móðir hennar þorði ekki að senda hana og systur hennar einar til pabba þeirra í frí vegna aðvarana annarra um að kannski kæmu þær ekki aftur til baka. Hún heldur sambandi við föður sinn og vann meðal annars á sumrin í menntaskóla á …
…
continue reading
Ingi Hans Ágústsson hefur alltaf búið á Íslandi en er af þýskum uppruna en foreldrar hans fluttu bæði til Íslands eftir stríð. Hann bjó við mikinn harðræði í æsku; ofbeldi og mikinn aga. Hann segist í raun aldrei hafa elskað foreldra sína en hafi þó ákveðið sem ungur maður að láta af reiðinni í garð þeirra fyrir sig. Hann á albróður í Þýskalandi se…
…
continue reading
Árið 2019 greindist Óskar Finnsson matreiðslumeistari með banvænt krabbamein og lífslíkurnar voru sagðar vera innan við tvö ár. Hann gjörbreytti öllu sínu lífi. Hann segist fyrst og fremst þakklátur fyrir að vera enn hér og fá að hafa tilgang. Hann ræðir matreiðsluna, baráttuna við krabbameinið, æðruleysið og ævintýrin.…
…
continue reading
Páll Matthíasson fyrrverandi forstjóri Landspítalans segir margt hafa breyst í geðlækningum. Hann lærði geðlækningar í Bretlandi eftir að hafa ferðast um Suður-Ameríku í nokkra mánuði með vinum sínum. Í Bretlandi kynntist hann öðrum aðferðum en þekktust hér heima og hefur unnið að því að breyta kerfinu hér heima frá því hann kom frá námi. Hann segi…
…
continue reading
1
Bergþóra Snæbjörnsdóttir
43:13
43:13
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
43:13
Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og baráttukona segist skrifa útaf þráhyggjum sínum. Hún hætti að drekka fyrir tólf árum eftir að hafa reynt að hætta alla sunnudaga eftir djamm. Hún hefur undanfarið hjálpað flóttafólki frá Palestínu og fór til Egyptalands til að ná í fjölskyldu vinar síns og segir það hafa verið ótrúlega upplifun að hjálpa til …
…
continue reading
1
Jóhannes Kr. Kristjánsson
41:37
41:37
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
41:37
Fjölmiðlamaðurinn Jóhannes Kr Kristjánsson missti föður sinn þegar hann var 11 ára gamall og segist stundum hugsa um að líf sitt hefði orðið öðruvísi ef það hefði ekki gerst. Hann varð reiður í kjölfarið og var sendur sem unglingur á heimavistarskóla. Hann lifir og hrærist í blaðamennskunni og hefur undanfarið unnið að þáttum þar sem hann hefur ver…
…
continue reading
Sandra Gísladóttir eða Sandra Barilli eins og hún er gjarnan kölluð vissi ekkert hvað hún var að fara út í þegar hún tók að sér hlutverk umboðsmannins Mollý í þáttunum Iceguys ásamt því að framleiða þættina. Hún lærði leiklist en segist þó eiginlega alls ekkert vilja leika þó hún hafi reynt fyrir sér hér og þar. Sandra ræðir Ítalíu, leiklistarnámið…
…
continue reading
Agnar Bragason forstöðumaður í Batahúsi missti móður sína, stjúpföður og tvö systkini í bruna þegar hann var sjö ára gamall. Líf hans varð ekki samt eftir það. Hann ólst upp við alkhólisma og ofbeldi og leiddist út í afbrot og neyslu á unglingsárum. Hann sat margoft inn í fangelsum þar til honum tókst að komast á breinu brautina fyrir tólf árum síð…
…
continue reading
Söngkonan Una Torfadóttir hefur alltaf verið óhrædd við að hafa sínar eigin skoðanir. Hún segir það vera gjöf úr æsku þar sem hlustað var á hana. Hún kemur úr tónelskri fjölskyldu sem syngur gjarnan saman þegar þau hittast og viðurkennir hún að líklega finnist einhverjum það undarlegt. 19 ára gömul greindist hún með krabbamein sem hún segir hafa ke…
…
continue reading
Jóna Dóra Karlsdóttir missti tvo syni sína í hræðilegum bruna árið 1985. Tveimur árum síðar stofnaði hún ásamt fleirum samtökin Ný dögun eftir að hafa komist að því að enga hjálp var að fá fyrir aðstandendur í hennar sporum. Á dögunum hlaut hún fálkaorðuna fyrir störf sín í þágu syrgjenda. Jóna Dóra ræðir sorgina, strákana sína og hvernig það er hæ…
…
continue reading
Agnar Jón Egilsson var á dögunum valinn leikstjóri ársins á Grímunni. Hann fór ungur að lifa tvöföldu lífi - í samtökunum 78 og á djamminu aðeins 14 ára gamall. Honum fannst hann ekki passa inn í normið en fann sig í leiklistinni og sérstaklega í spuna eftir að hafa upplifað mikinn kvíða. Agnar er á tímamótum í lífi sínu; nýskilinn og kominn í nýtt…
…
continue reading
1
Ástrós Rut Sigurðardóttir
39:41
39:41
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
39:41
Ástrós var rétt rúmlega tvítug þegar hún tókst á við það verkefni að fylgja manni sínum í gegnum erfið veikindi. Þau ákváðu að lifa lífinu lifandi meðan þau gætu og gera allt sem þeim langaði til. Milli þess barðist hann fyrir lífi sínu en á endanum sigraði krabbameinið og fyrir þremur árum lést Bjarki Már, aðeins 32 ára gamall. Þá stóð Ástrós uppi…
…
continue reading
1
Guðmundur Ingi Þóroddson
39:35
39:35
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
39:35
Guðmundur Ingi hefur setið um 16 ár af ævi sinni í fangelsi og þekkir fangelsismál út og inn. Hann er formaður Afstöðu - félags fanga sem barist hefur fyrir bættum úrræðum í fangelsum landsins. Hann telur fangelsiskerfið hér á landi vera langt á eftir öðrum Norðurlandaþjóðum og margt sé hægt að gera til þess að koma í veg fyrir frekar glæpi fanga o…
…
continue reading
Hulda Vilhjálmsdóttir myndlistarkona ræðir listina og lífið.
…
continue reading
1
Sigríður Lund Vídó Hermannsdóttir
40:06
40:06
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
40:06
Útvarpskonan Sigga Lund var frá barnæsku afar trúuð og taldi sig vanta æðri tilgang í lífið. Hún gifti sig 18 ára en skildi nokkrum árum síðar og endaði í biblíuskóla í Bandaríkjunum. Það var örlagarík ferð sem endaði með að hún var í sértrúarsöfnuði næstu árin þar sem hún réði litlu sem engu um líf sitt en treysti á leiðsögn leiðtoga safnaðarins.…
…
continue reading
Svavar Georgsson var ungur þegar hann leiddist út á ranga braut. Hann var heimilislaus í mörg ár og bjó meðal annars í tjaldi í rjóðri í Breiðholti í tvö ár. Fyrir tæpum þremur árum sneri hann lífi sínu við til þess að geta verið til staðar fyrir börnin sín og einbeitir sér í dag að því að reyna verða betri maður og láta gott af sér leiða til samfé…
…
continue reading
Stefanía Thors varð óvart kvikmyndaklippari en klippir í dag kvikmyndir og sjónvarpsþætti. Hún lærði leiklist í Tékklandi og bjó þar í þrettán ár og vann sem leikkona á daginn og aðstoðarklippari á kvöldin til þess að eiga í sig og á.
…
continue reading
Árið 1964 birtist í Morgunblaðinu auglýsing þar sem auglýst var eftir ungum hjónum til að taka að sér kjörbarn. Þeir sem höfðu áhuga voru beðnir um að senda bréf merk Kjörbarn - 9203. Þetta barn var Heiða B. Heiðarsdóttir sem eignaðist yndilega foreldra. Hún leitaði hins vegar lengi að blóðföður sínum og komst ekki að sannleikanum um hann fyrr en h…
…
continue reading
Árni H. Kristjánsson hefur undanfarin ár rannsakað svokallaðar vöggustofur sem reknar voru á Íslandi fyrir um hálfri öld. Þar dvöldu ungbörn við afar sérstakar aðstæður sem hafa líklega haft langtímaáhrif á mörg þeirra. Árni hefur ásamt öðrum vöggustofubörnum barist fyrir því að rekstur þeirra verði rannsakaður og að börnin fá réttlæti Árni dvaldi …
…
continue reading
Þegar Birgitta var 15 ára gömul sá hún auglýsingu í blaði þar sem auglýst var eftir stjörnum morgundagsins. Hún var barnfóstra hjá frænku sinni og fór með börnin á Broadway til þess að fylgjast með prufunni en þó í öruggri fjarlægð því hún þorði ekki að taka þátt. Gunnar Þórðarson sá hana þó í leynum og fékk hana til að taka lagið og segja má að þa…
…
continue reading
Böðvar Sturluson flutningabílstjóri þekkir lífið á veginum betur en flestir. Hann var varla farinn að tala þegar hann var orðinn svo heillaður af vörubílum að ekkert annað komst að. Hann reyndi að fara aðrar leiðir í lífinu en þessi óbilandi áhugi á vélum og vörubílum hafði betur. Undanfarin àr hefur hann glímt við nýrnabilun á lokastigi sem gerði …
…
continue reading
Sigríður ólst upp hjá móður sem var glímdi við mikil geðræn veikindi. Ung taldi hún það vera á sinni ábyrgð að sjá um móður sína og passa upp á hana. Hún upplifði sinnuleysi kerfisins og hét því að hjálpa börnum í sömu stöðu þegar hún gæti. Það hefur hún gert með því að stofna úrræðið Okkar heimur þar sem börn fólks með geðrænan vanda fá aðstoð.…
…
continue reading
1
Tinna Björk Kristinsdóttir
40:28
40:28
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
40:28
Tinna Björk Kristinsdóttir hefur vakið athygli í hlaðvörpunum Þarf alltaf að vera grín? og Mistería. Hún hefur vitað frá unga aldri að hún bæri stökkbreytt gen sem veldur arfgengri heilablæðingu en þetta gen finnst bara í nokkrum fjölskyldum á Ísland og veldur yfirleitt heilablæðingum hjá ungu fólki. Móðir hennar ber líka genið en hvorugar hafa fen…
…
continue reading
1
Svala Jóhannesar- Ragnheiðardóttir
42:21
42:21
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
42:21
Gestur þáttarins er Svala Jóhannesar- Ragnheiðardóttir sem hefur starfað með heimilislausum í þrettán ár. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir
…
continue reading
Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir
…
continue reading
Blómasalinn og skemmtikrafturinn Eva Ruza hefur vakið athygli undanfarin ár á samfélagsmiðlum Hún segir frá lífi sínu í blómabúðinni þar sem hún og móðir hennar eru stundum hálfgerðir sálfræðingar. Hún segir líka frá stóra draumnum um að birta í dálknum Hverjir voru hvar í Séð og heyrt og ævintýralegt ferðalag föður síns frá Króatíu þar sem hann ól…
…
continue reading
1
Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir
39:39
39:39
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
39:39
Gestur þáttarins er Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir sem ræðir um einamanleika, samskipti og útskúfun sem hún varð fyrir í æsku. Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
…
continue reading
Gestur þáttarins er Eliza Reid forsetafrú.Umsjón hefur Viktoría Hermannsdóttir.
…
continue reading
Gestur þáttarins er Ásta Dís Guðjónsdóttir sem starfar fyrir PEP, samtök fólks í fátækt.Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
…
continue reading
1
Sigþrúður Guðmundsdóttir
40:33
40:33
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
40:33
Gestur þáttarins er Sigþrúður Guðmundsdóttir framkvæmdastýra Samtaka um kvennaathvarf.Umsjón: Viktoría Hermannsdóttir.
…
continue reading
Það lá aldrei beinast við að fótbolti yrði að ferli hjá Hannesi Þór Halldórssyni eftir að hann slasaðist illa á snjóbretti þegar hann var 14 ára. Hann segir frá því hvernig hann vann sig upp innan tveggja sviða - fótbolta og kvikmyndagerðar, til þess að þurfa ekki að veðja á annað hvort. Langir vinnudagar hafa skilað honum farsælum ferli á báðum sv…
…
continue reading
Erla Hlynsdóttir er eini Íslendingurinn sem hefur unnið mál gegn íslenska ríkinu þrisvar sinnum fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Hún ræðir erfitt samband sitt við föður sinn sem fyrirfór sér fyrir um þremur árum síðan en áður hafði hann hrellt og ofsótt Erlu án þess að hún gæti nokkuð gert.
…
continue reading
1
Steinþór Hróar Steinþórsson
38:47
38:47
Toista myöhemmin
Toista myöhemmin
Listat
Tykkää
Tykätty
38:47
Steindi Jr. ætlaði sér alltaf að verða leikstjóri og stefnir þangað enn. Hann fékk vini sína til að leika sér með í stuttmyndum en endaði sjálfur fyrir framan myndavélina þegar allir höfðu gefist upp á endalausum myndatökum hans. Fyrir örfáum árum íhugaði hann að sækja um í leiklistarskólanum til þess að sækja sér "alvöru" menntun en stóra tækifæri…
…
continue reading
Fyrstu æskuár Jasminu eru sveipuð áhyggjuleysi en allt breyttist þegar stríðið braust út í heimalandi hennar, Bosníu Hersegovinu. Í fjögur ár voru fjölskylda hennar flóttamenn í eigin landi sem lifðu við stöðugan ótta í ömurlegum aðstæðum.
…
continue reading
Hinn sídansandi Jóhann Gunnar starfaði sem bryti á Bessastöðum lengi. Hann hefur alltaf verið óhræddur við að fara eigin leiðir og á eflaust með litríkustu fataskápum landsins.
…
continue reading
Jónína Einarsdóttir hefur lifað ævintýralegu lífi en hún og eiginmaður hennar hafa starfað og búið í Gíneu - Bissá. Hún segir frá rannsóknum sínum sem snúa meðal annars að sorg mæðra sem missa börn sín og sveitadvölum - en rannsóknir hennar teygja sig yfirleitt bæði til Íslands og Gíneu - Bissá enda segir hún flest vera sammannlegt.…
…
continue reading
Leikkonan Helga Braga Jónsdóttir ætlaði sér að verða dramaleikkona en endaði í gríninu. Hún ræðir lífið, ferilinn, kaupæðið, matarfíknina og hvernig hún tók á því þegar það féllu á hana skuldir sem hún var í ábyrgð fyrir.
…
continue reading
Íþróttafréttamaðurinn Tómas Þór var við það að gefast upp á því að hann myndi einhvern tímann grenna sig þegar hann fékk neitun um að fara í magaermisaðgerð vegna þess að hann var of þungur. Hann ræðir hvernig líf hans gjörbreyttist í kjölfarið en á nokkrum árum hefur hann misst 125 kíló og öðlast nýtt líf.…
…
continue reading
Lögreglukonan Eyrún Eyþórsdóttir mátti þola ofsóknir eftir að hafa stýrt verkefni gegn hatursáróðri hjá lögreglunni. Hún ræðir lögreglustarfið og sögur Íslendinga sem settust að í Brasilíu og eiga hug hennar allan.
…
continue reading
Brynja Nordquist var um árabil ein þekktasta fyrirsæta landsins auk þess sem hún var flugfreyja í háloftunum í tugi ára. Hún ræðir litríkt lífshlaup sitt og hvernig það er að vera orðin löglegur eldri borgari sem er óhrædd við að skemmta sér og öðrum á samfélagsmiðlum.
…
continue reading
Alma Hafsteinsdóttir byrjaði að spila í spilakössum 5 ára með afa sínum en hafði ekki hugmynd um að það myndi heltaka líf hennar síðar. Spilafíknin stýrði lífi hennar í mörg ár en í dag hjálpar hún öðrum í sömu stöðu með því að vekja athygli á vandanum.
…
continue reading
Fjölmiðlamaðurinn Sindri Sindrason talar um ferilinn, fullkomnu fjölskylduna sem hann þráði alltaf að eignast, fordómaleysið og drauminn sem rættist þegar hann eignaðist fósturdóttur.
…
continue reading